Velkomin á Þar sem vængir og vinátta mætast Flugsystur Við lyftum hvor annarri hátt Saman sköpum við rými fyrir konur í flugi – með stuðningi, vináttu og metnaði. Flugsystur Fyrir allar konur með augun til himins Styrkur í samstöðu, vináttu og sameiginlegum draumum. Flugsystur c
Fyrir konur sem dreyma um flugið

Vængir og vinátta

Flugsystur er vettvangur fyrir allar konur sem hafa áhuga á flugi – hvort sem þú ert atvinnuflugmaður, nemi eða heillast af flugvélum úr fjarlægð. Hér fáum við tækifæri til að tengjast, deila reynslu og styðja hver aðra, svo fleiri konur geti látið flugdrauma sína rætast. Áhuginn er allsráðandi; saman sköpum við sterkt samfélag sem sameinar vængi og vináttu.

Styðjum hvor aðra

Saman byggjum við sjálfstraust

Flugsystur hvetja konur til að treysta eigin styrk, hvort sem þær eru að stíga sín fyrstu skref í flugi eða hafa starfað lengi í greininni. Það er ómetanlegt að hafa samband við aðra sem skilja áskoranirnar – og fagna sigrunum. Með samstöðunni fáum við innblástur til að takast á við nýjar áskoranir og fylgjumst að í átt að háfleygum markmiðum.

Saman erum við sterk

Hvatning og vinátta

Okkur finnst mikilvægt að skapa vettvang þar sem konur deila sögum, ráðum og lausnum. Það getur verið ómetanlegt að eiga vinkonur í flugi til að ræða um allt frá vinnufötum að flóknari málum eins og fjölskyldulífi og starfi. Með jákvæðni og samstöðu viljum við auðvelda fleiri konum að finna sinn stað í fluginu.

    t